Nú hefur það gerst sem var viðbúið. Vladimír Pútin forseti Rússlands hefur viðurkennt uppreisnarsvæðin tvö í Úkraínu sem sjálfstæð ríki og fyrirskipað hernum inn í þau – yfir úkraínsku landamærin – til “friðargæslu.” Í ranti á fundi rússneska öryggisráðsins, sem stjórnvöld virtust gefa í skyn í dag að væri sjónvarpað beint en var í raun…
Vill lögregla að fréttamenn brjóti fjölmiðlalög?
Tilgangur lögreglunnar á Norðurlandi með því að boða fjóra fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings getur varla verið annar en að fá þá til að upplýsa um hvaðan þeir fengu upplýsingar um skeytasendingar milli svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. En það mega blaðamennirnir ekki. Samkvæmt 25. grein fjölmiðlalaga er starfsmönnum fjölmiðlaveitu „óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður…
Óttinn við óhagstæðan samanburð
Vladimir Pútin Rússlandsforseti vill að Vesturlönd viðurkenni rétt Rússa til áhrifasvæðis sem myndi eins konar varnargarð um Rússland einkum til vesturs en líka suðurs. Þetta er ekki ný rússnesk krafa; Stalín krafðist þess sama fyrir Sovétríkin eftir síðara stríð og fékk því framgengt. Þannig skrifuðu Churchill og Roosevelt undir örlög Póllands í Jalta skömmu fyrir…
Ólgutími í Kasakstan
Harðstjórar um allan heim vita af sameiginlegri reynslu að hættulegasta tímabil valdatíðar þeirra er þegar þeir byrja að slaka á klónni. Skýrasta dæmið um það eru Sovétríkin, sem hrundu eftir að Mikhaíl Gorbatsjov forseti reyndi að lappa upp á staðnað kerfi kommúnismans. Við það urðu til fimmtán sjálfstæð ríki, þeirra á meðal Kasakstan, þar sem…
Hvað vill Biden-stjórnin á Grænlandi?
Nú þegar Joe Biden hefur verið forseti Bandaríkjanna í eitt ár er enn óljóst hvort og þá með hvaða hætti stjórn hans ætlar að fylgja stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum Norðurslóða og sér í lagi Grænlands. Áhugavert verður að fylgjast með afdrifum áforma, sem fyrri ríkisstjórn virtist hafa, um verulega aukna hernaðaruppbyggingu á Grænlandi. Reyndar er…