Ég er menntaður fjölmiðlafræðingur (BS í Mass Communication frá Kansas University) og stjórnmálafræðingur (MA í International Relations frá Boston University) og hef að mestu starfað við fjölmiðla og hjálparstörf, heima og á alþjóðavettvangi.
Daginn sem Rússar réðust inn í Úkraínu 27. febrúar, 2022, fékk ég símhringingu frá utanríkisráðuneytinu og var spurður hvort ég væri reiðubúinn að vera fulltrúi Íslands í hersveit Atlantshafsbandalagsins. Ég sagði já og hef verið hjá sveitum bandalagsins, fyrst í Litháen og síðar í Eistlandi, síðan.
Á árum áður hef ég meðal annars stýrt alþjóðlegu og innlendu hjálparstarfi Rauða krossins, Reykjavíkurdeild Rauða krossins og fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Þá skrifaði ég úttekt á alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands, sem leiddi til umfangsmikilla breytinga á fyrirkomulagi þróunarsamvinnu Íslands, og er nú formaður Þróunarsamvinnunefndar.