Nú hefur það gerst sem var viðbúið. Vladimír Pútin forseti Rússlands hefur viðurkennt uppreisnarsvæðin tvö í Úkraínu sem sjálfstæð ríki og fyrirskipað hernum inn í þau – yfir úkraínsku landamærin – til “friðargæslu.” Í ranti á fundi rússneska öryggisráðsins, sem stjórnvöld virtust gefa í skyn í dag að væri sjónvarpað beint en var í raun…
Category: Alþjóðamál
Óttinn við óhagstæðan samanburð
Vladimir Pútin Rússlandsforseti vill að Vesturlönd viðurkenni rétt Rússa til áhrifasvæðis sem myndi eins konar varnargarð um Rússland einkum til vesturs en líka suðurs. Þetta er ekki ný rússnesk krafa; Stalín krafðist þess sama fyrir Sovétríkin eftir síðara stríð og fékk því framgengt. Þannig skrifuðu Churchill og Roosevelt undir örlög Póllands í Jalta skömmu fyrir…
Ólgutími í Kasakstan
Harðstjórar um allan heim vita af sameiginlegri reynslu að hættulegasta tímabil valdatíðar þeirra er þegar þeir byrja að slaka á klónni. Skýrasta dæmið um það eru Sovétríkin, sem hrundu eftir að Mikhaíl Gorbatsjov forseti reyndi að lappa upp á staðnað kerfi kommúnismans. Við það urðu til fimmtán sjálfstæð ríki, þeirra á meðal Kasakstan, þar sem…
Hvað vill Biden-stjórnin á Grænlandi?
Nú þegar Joe Biden hefur verið forseti Bandaríkjanna í eitt ár er enn óljóst hvort og þá með hvaða hætti stjórn hans ætlar að fylgja stefnu Trump-stjórnarinnar í málefnum Norðurslóða og sér í lagi Grænlands. Áhugavert verður að fylgjast með afdrifum áforma, sem fyrri ríkisstjórn virtist hafa, um verulega aukna hernaðaruppbyggingu á Grænlandi. Reyndar er…
Afganistan – hverjir fagna?
Stjórnarherrar í þremur löndum fagna sigri Talibana í Afganistan. Það eru ráðamenn í Pakistan, Rússlandi og Kína. Tökum Pakistana fyrst. Pakistanar Imran Khan forsætisráðherra Pakistans duldi ekki kæti sína. Afganar „hafa brotið af sér hlekki þrældóms“ sagði hann um valdatöku Talibana. Khan er fyrrum fjölmiðlastjarna og fyrirliði landsliðs Pakistans í krikket. Sem forsætisráðherra hefur hann…
Á tíu ára afmæli flóðbylgjunnar; lærdómur sögunnar gildir í dag
Á þessum degi fyrir tíu árum stóð japönsk kona á áttræðisaldri, Nobuku Kono, frammi fyrir erfiðu vali. Hún bjó í Rikuzen-takata, 24 þúsund manna bæ sem var byggður sitt hvoru megin við árfarveg við sjávarströndina norðarlega í Japan. Það hafði orðið harður jarðskjálfti og hún þurfti að ákveða hvort hún gerði eins og stjórnvöld ráðlögðu…
Samið um fisk fram á rauðanótt – enn og aftur
Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án…
Eftirkórónuhagkerfið
Tilraunir til að spá fyrir um hagkerfið eftir kórónufaraldur geta fljótt litið út eins og árleg spá völvu vikunnar. Viðburðir sem fara að spám þykja hafa verið fyrirsjáanlegir allan tímann. Spár sem rætast ekki bera í besta falli vitni um lélegar ágiskanir. En ýmislegt má samt ráða um þjóðfélagsþróun í og eftir heimsfaraldur í ljósi…
Sér fyrir endann á tærri snilld Google og Facebook?
Ray Kroc stofnandi McDonalds hamborgarakeðjunnar gerði sér grein fyrir því að það getur verið arðbærara að eiga söluvettvanginn heldur en sjálfa framleiðsluna. Þess vegna lagði hann undir sig lóðir sem hann leigði eigendum McDonalds hamborgaraútibúanna um gervöll Bandaríkin. Hagnaður hans kom því ekki síður af leigutekjum heldur en hamborgarasölu. Á svipaðan hátt hefur ofurhagnaður netrisanna…
Kórónuveiran herjar á þau varnarlausu
Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast…