Tilgangur lögreglunnar á Norðurlandi með því að boða fjóra fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings getur varla verið annar en að fá þá til að upplýsa um hvaðan þeir fengu upplýsingar um skeytasendingar milli svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. En það mega blaðamennirnir ekki. Samkvæmt 25. grein fjölmiðlalaga er starfsmönnum fjölmiðlaveitu „óheimilt að upplýsa hver sé heimildarmaður…
Category: Fjölmiðlun
Skoðun og staðreyndir
Á skoðanasíðu Vísis eru frá degi til dags greinar eftir ráðherra, þingmenn, verkalýðsforingja, forstjóra og áhugafólk um hin ýmsu þjóðfélagsmál. Þarna má fá í útbreiddasta fréttamiðli landsins innsýn í skoðanir breiðs hóps fólks, yfirleitt vel rökstuddar, ágætlega fram settar og úr nánast öllum áttum. Þetta er sannkallað markaðstorg hugmynda. Lestur skoðanagreina Vísis hefur aukist markvert…
Við segjum áskrifendum fréttir
Við sem vinnum á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar viljum augljóslega að fréttirnar sem við flytjum birtist sem flestum. Og reyndar munu fréttirnar okkar áfram birtast á Vísi. En þeir sem vilja sjá kvöldfréttir Stöðvar 2 í heild sinni geta bara gert það með því að kaupa áskrift að Stöð 2. Það að fréttamiðill…
Fjölmiðlar sem njóta trausts eru ekki sjálfsagður hlutur
Íslendingar fá fréttir um kórónuveirufarsóttina í hefðbundnum fjölmiðlum fremur en aðrar þjóðir og treysta þeim betur. Þetta sýna kannanir sem vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 lét gera. Traustið er undirstaða árangurs í baráttu við veiruna. Hvatningar sérfræðinga í gegnum fjölmiðla sem fólk treystir leiddi til þess að innanlandssmitum var útrýmt í vor. Á meðan lögregla á Spáni…
Skaðræðisfrumvarp dregur tennurnar úr upplýsingalögum
Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan…
Sér fyrir endann á tærri snilld Google og Facebook?
Ray Kroc stofnandi McDonalds hamborgarakeðjunnar gerði sér grein fyrir því að það getur verið arðbærara að eiga söluvettvanginn heldur en sjálfa framleiðsluna. Þess vegna lagði hann undir sig lóðir sem hann leigði eigendum McDonalds hamborgaraútibúanna um gervöll Bandaríkin. Hagnaður hans kom því ekki síður af leigutekjum heldur en hamborgarasölu. Á svipaðan hátt hefur ofurhagnaður netrisanna…
Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru
Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Í síðustu viku fékk ungverska stjórnin heimild þingsins til að stjórna með tilskipunum og samkvæmt sömu lögum mega eingöngu stjórnvöld koma…
Fréttaflutningur á tímum almannahættu
Á tímum óvissu, kvíða og almannahættu þurfa fjölmiðlar að sinna því klassíska hlutverki sínu að upplýsa og fræða, spyrja og gagnrýna, sem aldrei fyrr. Þeir þurfa að sinna því hlutverki betur og við flóknari aðstæður en venjulega. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kveður á um það í sinni ritstjórnarstefnu að upplýsa almenning, hafa sannleikann að leiðarljósi…
Almenningur á að njóta vafans
Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál metur hvort opinberum aðila beri að veita almenningi upplýsingar, sem óskað er eftir, þá velur hún ítrekað að túlka upplýsingalög með þrengsta mögulega móti. Ekkert bendir til að það hafi verið ætlun löggjafans. Markmið laganna er þvert á móti skýrt frá upphafi, að „tryggja gegnsæi í stjórnsýslu“ og styrkja upplýsingarétt, lýðræði,…
Innantómt öryggishlutverk?
Öryggishlutverk Ríkisútvarpsins er gjarnan ofarlega á blaði þegar talið berst að markmiðum hins opinbera með rekstri fjölmiðils í almannaeigu. En hvert er öryggishlutverkið? Stutt skoðun sýnir ekki að það sé verulegt, umfram þá þjónustu sem Stöð 2, Vísir og Bylgjan hafa veitt um áratugaskeið. Í lögum og núgildandi þjónustusamningi stjórnvalda og RÚV er fátt annað…