Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án…
Fjölmiðlar sem njóta trausts eru ekki sjálfsagður hlutur
Íslendingar fá fréttir um kórónuveirufarsóttina í hefðbundnum fjölmiðlum fremur en aðrar þjóðir og treysta þeim betur. Þetta sýna kannanir sem vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 lét gera. Traustið er undirstaða árangurs í baráttu við veiruna. Hvatningar sérfræðinga í gegnum fjölmiðla sem fólk treystir leiddi til þess að innanlandssmitum var útrýmt í vor. Á meðan lögregla á Spáni…
Dómsmálaráðherra hefur tvo daga til að taka „næsta skref“
Veiting dvalarleyfis til egypskar barnafjölskyldu, sem á að senda úr landi á miðvikudag, væri í anda stefnu stjórnvalda og grunngilda Íslendinga. Brottvísun barna sem hafa verið hér nógu lengi til að eignast vini, læra málið og „eiga heima“ á Íslandi væri í andstöðu við almenningsálitið og yfirlýsingar tveggja ráðherra dómsmála núverandi ríkisstjórnar. Dómsmálaráðherrar hafa nú…
Skýrar reglur sem gilda fyrir alla eru forsenda árangurs
Augljóst brot Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra á sóttvarnatilmælum yfirvalda á laugardag er miklu alvarlegra mál en virðist í fyrstu. Myndir af valdamanni ganga gegn skýrum brýningum sem hafa komið fram á daglegum upplýsingafundum mánuðum saman skapa óvissu um það hvaða reglur gildi eiginlega og hvort sömu reglur gildi fyrir alla. Viðbrögð…
Skaðræðisfrumvarp dregur tennurnar úr upplýsingalögum
Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan…
Eftirkórónuhagkerfið
Tilraunir til að spá fyrir um hagkerfið eftir kórónufaraldur geta fljótt litið út eins og árleg spá völvu vikunnar. Viðburðir sem fara að spám þykja hafa verið fyrirsjáanlegir allan tímann. Spár sem rætast ekki bera í besta falli vitni um lélegar ágiskanir. En ýmislegt má samt ráða um þjóðfélagsþróun í og eftir heimsfaraldur í ljósi…
Sér fyrir endann á tærri snilld Google og Facebook?
Ray Kroc stofnandi McDonalds hamborgarakeðjunnar gerði sér grein fyrir því að það getur verið arðbærara að eiga söluvettvanginn heldur en sjálfa framleiðsluna. Þess vegna lagði hann undir sig lóðir sem hann leigði eigendum McDonalds hamborgaraútibúanna um gervöll Bandaríkin. Hagnaður hans kom því ekki síður af leigutekjum heldur en hamborgarasölu. Á svipaðan hátt hefur ofurhagnaður netrisanna…
„Sterki maðurinn” reynist illa í baráttunni við veiruna
Saga yfirstandandi faraldurs kórónuveiru verður ekki skrifuð fyrr en síðar. Samt má strax merkja mynstur í því hvernig mismunandi ríki hafa tekið á farsóttinni og árangurs aðgerða þeirra. Í stuttu máli þá hefur opið, frjálslynt lýðræði sýnt styrk sinn en valdboðshyggja „sterka mannsins“ opinberað sína verstu veikleika. Í Kína, þar sem farsóttinn spratt upp og…
Kórónuveiran herjar á þau varnarlausu
Einhverjir hafa sagt að kórónuveiran sjái ekki mun á fátækum og ríkum. Hún hitti alla fyrir jafnt. „Veiran er hið mikla jöfnunartól,“ sagði Andrew Cuomo fylkisstjóri New York. Það er ekki alls kostar rétt. Þó að forsætisráðherrar, frægðarfólk og fátækir hafi veikst, þá er mikill munur á aðstæðum fólks og möguleikum þess til að verjast…
Fjölmiðlar í kreppu á tímum kórónuveiru
Í dag náði danska stjórnin meirihlutastuðningi á þingi við áform um að styrkja fjölmiðla, sem hafa tapað gífurlegum auglýsingatekjum vegna samdráttar í efnahagslífinu, þannig að hægt sé að halda fréttaþjónustu úti á þessum örlagatímum. Í síðustu viku fékk ungverska stjórnin heimild þingsins til að stjórna með tilskipunum og samkvæmt sömu lögum mega eingöngu stjórnvöld koma…