Á tímum óvissu, kvíða og almannahættu þurfa fjölmiðlar að sinna því klassíska hlutverki sínu að upplýsa og fræða, spyrja og gagnrýna, sem aldrei fyrr. Þeir þurfa að sinna því hlutverki betur og við flóknari aðstæður en venjulega. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar kveður á um það í sinni ritstjórnarstefnu að upplýsa almenning, hafa sannleikann að leiðarljósi…
Nú er mikilvægt að tala skýrt
Íslendingar þurfa að spritta sig, þvo hendurnar í tíma og ótíma og forðast að lenda í þvögu. Kannski ættum við að fækka knúsum og kossum á kinn. Þetta er það sem við, almenningur, getum raunhæfast gert til að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist hér út líkt og hún hefur gert annars staðar. Við…
Úti um friðinn
Ári eftir að vinnuveitendur og félög flestra starfsmanna þeirra gerðu tímamótasamning um þróun launa innan einkageirans stendur opinberi geirinn nú frammi fyrir kröfum um meiri hækkanir en fengust þá. Kröfunum fylgja hótanir um verkföll, sem verða enn viðameiri en yfirstandandi verkfall Eflingar. Verði gengið að kröfum um meiri launahækkanir en samið var um í lífskjarasamningnum…
Almenningur á að njóta vafans
Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál metur hvort opinberum aðila beri að veita almenningi upplýsingar, sem óskað er eftir, þá velur hún ítrekað að túlka upplýsingalög með þrengsta mögulega móti. Ekkert bendir til að það hafi verið ætlun löggjafans. Markmið laganna er þvert á móti skýrt frá upphafi, að „tryggja gegnsæi í stjórnsýslu“ og styrkja upplýsingarétt, lýðræði,…
Ísland sannar erindi sitt
Seta Íslendinga í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í hálft kjörtímabil sýnir glögglega erindi Íslands á alþjóðavettvangi. Ísland var þiggjandi þróunarhjálpar þar til fyrir tæpum 30 árum og sýndi lítinn áhuga á öðrum alþjóðamálum en þeim sem vörðuðu ítrustu eigin hagsmuni. Nú er Ísland farið að gefa af sér. Fulltrúar Íslands tóku þá afstöðu að beina kastljósinu…
Veiran sem ógnar heimsbyggðinni, Kína og flokknum
Covid-19 kórónuveiran sem nú breiðist um Kína og allan heim getur haft meiri og verri áhrif en nokkurn grunaði í fyrstu. Einn smitsjúkdómasérfræðingur, Gabriel Leung yfirmaður lýðheilsudeildar háskólans í Hong Kong, varar við því að farsóttin geti á endanum náð til 60 prósent heimsbyggðarinnar ef ekkert er að gert. Nú þegar hafa 60 þúsund manns…
Trump siglir seglum þöndum að endurkjöri
Ef allt fer sem horfir þá verður Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna eftir rúma níu mánuði. Pólitískum andstæðingum hans gengur allt í óhag; þeim hefur mistekist, enn sem komið er, að finna sterkan mótframbjóðanda og hagvöxtur í Bandaríkjunum bendir ekki til þess að Bandaríkjamenn muni telja sig hafa ríka ástæðu til að losa sig við…
Klofin þjóð í óvissu
Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu skilur eftir sig klofna þjóð en ekki sameinaða, eins og Boris Johnson forsætisráðherra vonar að verði. Þjóðin er klofin vegna þess að óvenju veigamikil ákvörðun var tekin á grundvelli lítils meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Innantómt öryggishlutverk?
Öryggishlutverk Ríkisútvarpsins er gjarnan ofarlega á blaði þegar talið berst að markmiðum hins opinbera með rekstri fjölmiðils í almannaeigu. En hvert er öryggishlutverkið? Stutt skoðun sýnir ekki að það sé verulegt, umfram þá þjónustu sem Stöð 2, Vísir og Bylgjan hafa veitt um áratugaskeið. Í lögum og núgildandi þjónustusamningi stjórnvalda og RÚV er fátt annað…
Varhugaverð vegferð
Vegurinn til heljar er oftast varðaður góðum ásetningi og vafalaust hefur Íslandsbanki hin ágætustu markmið með því að „kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla,“ svo vitnað sé í markaðs- og samskiptastjóra bankans.
En Íslandsbanki er hér á varhugaverðri vegferð sem ógnar fjölmiðlum og skaðar umræðu og þar með lýðræðið í landinu. Ekki af því að markmiðið sé ekki gott heldur vegna þess að hótun um að refsa fjölmiðlum fyrir að hegða sér ekki í samræmi við stefnu fyrirtækis er hættuleg, ein og sér, og stórhættuleg sem fordæmi.